HVER ER ÁSDÍS?

Ég er 43 ára gömul með bæði verkfræði- og hagfræðimenntun. Ég hef víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi og starfaði síðastliðin átta ár hjá Samtökum atvinnulífsins sem forstöðumaður efnahagssviðs og síðustu tvö ár sem aðstoðarframkvæmdastjóri samtakanna. Þá hef ég einnig starfað á fjármálamörkuðum, setið í stjórnum fyrirtækja og gegnt trúnaðarstörfum fyrir stjórnvöld.   

Stefnumál

Tryggja þarf gagnsæi í rekstri

og endurmeta markvisst fjárveitingar Kópavogs til ólíkra málaflokka. Forgangsröðun er nauðsynleg þegar takmörkuðum fjármunum íbúa er úthlutað til verkefna. Ég vil halda áfram að opna bókhald Kópavogsbæjar fyrir bæjarbúum.

Lýðheilsa er mikilvæg fyrir unga sem aldna Kópavogsbúa. Bærinn okkar á að vera framúrskarandi samfélag sem stuðlar að vellíðan á öllum aldursskeiðum. Hvort sem horft er til aðstöðu til hreyfingar í nærumhverfi eða mataræðis barna, eldri borgara eða starfsmanna bæjarins.

Kópavogur er sveitarfélag í fremstu röð og þarf því að vera leiðandi í skólamálum. Mikilvægt er að auka

sjálfstæði skóla enda sýna rannsóknir að aukið sjálfstæði helst í hendur við

betra nám fyrir nemendur og vaxandi ánægju starfsfólks.

Kópavogsbær á að vera leiðandi í stafrænni þróun enda

til hagsbóta fyrir bæði íbúa og fyrirtæki bæjarins. Þjónustan verður þannig

sveigjanlegri og fljótvirkari. Stafrænar lausnir eru í örri þróun og því

mikilvægt að vera leiðandi bæjarfélag í þeirri vegferð.

Samgöngur skipta okkur öll máli, hvort sem við erum gangandi, á hjóli, í bíl eða notum almenningssamgöngur. Greiðar

samgöngur fyrir fjölbreyttan lífsstíl í takt við vaxandi bæ er lífskjaramál. Mikilvægt er að standa vörð um hagsmuni bæjarbúa í þessum

efnum og ég mun leiða hagsmunagæslu fyrir Kópavogsbúa í samningum við

ríkið og önnur sveitarfélög.

Fram undan eru áhugaverð uppbyggingarverkefni í bænum. Mikilvægt er að vanda vel

til verka með það að markmiði að húsnæði fyrir fólk á öllum aldursskeiðum verði í boði. Jafnframt þarf að tryggja samstöðu og sátt meðal bæjarbúa. Fjárfesta þarf í innviðum til að fylgja eftir fjölgun íbúa -

það er fjárfesting til framtíðar.

Kópavogur er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi. Við verðum að

tryggja að svo verði áfram, með því að leggja áherslu á skilvirkan rekstur,

lágar álögur, framúrskarandi þjónustu, greiðar samgöngur og skýra framtíðarsýn fyrir alla bæjarbúa.

Kynntu þér stefnumálin nánar